Erla Ósk Arnardóttir er ekki ein. Hún var handjárnuð og fangelsuð á Kennedy flugvelli í sólarhring án þess að fá að tala við neinn. Þannig fer fyrir þúsundum útlendinga árlega. Þeir eru fangelsaðir við komuna og hafa engin mannréttindi. Í hugum Bandaríkjamanna eru útlendingar ekki fólk, heldur hvimleið dýrategund. International Herald Tribune segir í dag frá Ítalanum Domenico Salerno, sem var að heimsækja kærustuna, Caitlin Cooper. Á Dulles flugvelli í Washington var hann tekinn fastur. Var haldið föngnum í tíu daga án sambands við umheiminn. Ég skil ekki fólk, sem fer í frí til USA.