Martröðin mildast

Punktar

Ráðagerðin um borgarlínu hefir verið þrengd niður í rúmlega hálfrar aldar gamalt fyrirbæri, „hraðferð“, með sjoppu á endastöðvum. Fyrirhugaðir strætóar verða eins og við þekkjum þá, hvorki á teinum né með raflínum í lofti, heldur á dekkjum og með stýri til að beygja. Sjoppurnar voru félagsheimili unglinga hins gamla tíma. Borgarlínan á að verða til á löngum tíma og kosta mikið, 70 milljarða. Kannski má borga verkefnið að hluta með því að selja dýrar lóðir við stoppistöðvar. En það hræðir fólk, þegar glittir í Hjálmar Sveinsson tuða um uppgjör við einkabílisma. Hann minnir þig alltaf á munkinn Savonarola í Flórens og fær margar útstrikanir.