Markaðsverð á kvótanum

Punktar

Við þurfum ekki að rífast um, hver skuli vera auðlindarenta sjávarútvegs. Menn fá forgang að takmarkaðri auðlind vegna takmarkandi regluverks ríkisvaldsins. Í því felst auðlindin. Ef allir mættu veiða, færu allir á hausinn. Svo vel vill til, að markaðshagkerfið hefur fært okkur einfalda aðferð við að finna, hversu mikils virði er þetta takmarkandi regluverk. Það er fyrning kvóta og uppboð þess kvóta, sem fyrnist. Þannig mætti fyrna allan kvóta á fimm árum, 20% á ári, og fá tugi milljarða í árlega auðlindarentu. Upphæðin stýrist af verðmætamati þeirra, sem bjóða í kvóta. Munum það, er grátkórinn hefur næst upp raust sína.