Markaðsvæðum kvótann

Punktar

Pólitíkusar rífast um, hvort kvótagreifar eigi að borga meira eða minna fyrir kvótann. Annar segir afkomu útgerðar fara versnandi, hinn bendir á ofsagróða í útgerð. Þetta eru fífl eins og allir íslenzkir pólitíkusar. Allir. Engum dettur það sjálfsagða í hug: Að markaðsvæða kvóta. Þá bjóða þeir, sem vilja, þær upphæðir, sem þeir vilja bjóða. Þá hverfur lélegasta útgerðin og aðrar skárri koma í staðinn. Meginlögmál markaðsfræðinnar hefur aldrei náð fótfestu hér í ríki fávitanna. Þegar uppboðum er beitt, ákveður enginn, hvað passi. Kemur bara í ljós á frjálsum, opnum markaði, sem stjórnast af uppboði kvóta.