Markaðsfræði

Punktar

Framsókn hefur slegið upp kosningaloforðum og sjónvarpsauglýsingum, sem gera ráð fyrir, að kjósendur viti ekki, að Framsókn hefur lengi verið í ríkisstjórn og stjórnarmeirihluta í Reykjavík og ber því fulla ábyrgð á verkum og verkleysum á hvorum stað. Loforðin og auglýsingarnar gefa í skyn, að Framsókn komi af fjöllum og hafi verið alveg ókunnugt um landstjórn og borgarstjórn í nokkur kjörtímabil. En tilfellið er, að markaðsfræðingar telja, að fólk sé mjög vitlaust og hafi þriggja vikna minni í pólitík. Framsókn treystir á heimskuna.