Landsvirkjun hefur runnið á rassinn með Kárahnjúka. Hún er meira en hálfu ári á eftir áætlun og fer marga milljarða fram úr áætlun. Hún selur orku á hálfu Brazilíuverði. Efnahags- og framfarastofnunin gagnrýnir virkjunina og leyndina um orkuverðið. Verstir eru lygafjötrarnir. Virkjunin hefur frá upphafi verið knúin af ofurlygum, fjárhagslygum, verkfræðilygum og náttúrulygum. Ríkisstjórnin hafði bara forustu, útvegaði fé og ríkisábyrgð. Margir fræðingar seldu sál sína. Þeir eru meðsekir og munu líka svara til saka.