Már tuðar og tuðar

Punktar

Farinn að efast um, að Már Guðmundsson sé nógu klár Seðlabankastjóri. Segir laun ekki mega hækka meira en 2,8%, þá fari allt til fjandans. Tuðar sama dag enn um, að hafa sjálfur ekki fengið umsamda launahækkun, margfalt hærri. Skilur ekki samhengið milli eigin launa og launa þrælanna. Í slíkri stöðu er farsælast að segja sem fæst og bera harm sinn í hljóði. Í hvert skipti sem Már grætur opinberlega út af sínum eigin launum, ýfir hann upp minninguna. Þótt þjóðin sé ofurheimsk, nær minni hennar samt yfir heilan dag í senn. Að væla sama dag um of lág laun sín og væla gegn hækkun allra annarra launa er óvenjuleg fákænska.