Mannaráðningar brennuvarga

Punktar

Valið mistókst á stjórum endurreistu bankanna. Þeir voru allir aðilar að brjálæðislegum ákvörðunum gömlu bankanna og eru samábyrgir fallinu. Birna Einarsdóttir, hefur meira að segja verið aðili að æfingum, sem minna á tæknimistök Árna Johnsen. 184 milljón króna skuld hennar vegna kaupa á bankahlutabréfum hefur horfið á dularfullan hátt. Hún getur ekki stjórnað heiðvirðum banka, þótt trausti rúið fjármálaeftirlit haldi það. Slíkar mannaráðningar ganga ekki lengur. Brennuvargar eiga ekki að ráða fólk til endurreisnar kerfisins. Fá þarf óháða sérfræðinga til að ráða stjóra þess.