Sigurður Kári hefur lagt fram frumvarp um, að menn borgi fyrir meiðyrði sín eftir efnum og ástæðum, væntanlega eftir tekjum í skattskrá. Sigurður Kári borgi þá meira en Björgólfur Thor. Eðlilegt framhald verður, að menn borgi fyrir umferðarlagabrot eftir tekjum, Sigurður Kári meira en Bjögólfur Thor. Næsta skref verður, að menn borgi misháa skattprósentu eftir tekjum, Sigurður Kári 50% og Björgólfur 5%. Mannamunur er nýr í evrópskri löggjöf, ný tegund af sósíalisma. Gott er, að Sigurður Kári taki evrópuforustu í að láta menn borga eins og þeir þola. Og byrji á forríkum blaðamönnum.
