Málþófið snýst um annað

Punktar

Málþóf bófaflokks sjálfstæðismanna á þingi um fjárlögin snýst ekki um þau sjálf. Með málþófinu reynir bófaflokkurinn að tefja fyrir öðrum málum, sem koma illa við stóru bófana, einkum kvótagreifanna. Málþófið snýst um stjórnarskrá og kvóta. Því meiri tími, sem fer í marklaust blaður um fjárlögin, þeim mun hraðar nálgast þinglok og kosningar. Ef málþófið gengur vel, daga stóru málin uppi, einkum stjórnarskráin. Hún er eitur í beinum bófaflokksins, því að hún eykur lýðræði og hnykkir á þjóðareign auðlinda. Þeim tekst þetta, því af óútskýrðum ástæðum beitir forseti Alþingis ekki heimildum gegn málþófi.