Málsvari sérstæðra hagsmuna

Punktar

Mér brá fyrir nokkru, er Lilja Mósesdóttir gerðist málsvari hinnar svonefndu efri miðstéttar. Tók undir með Tryggva Þór Herbertssyni, sem kvartaði yfir kjörum þingmanna af þeirri stétt. Töldu þau, að slíkt fólk mundi flýja land, ef ekki rættist úr. Nú hefur Lilja bætt um betur. Varð málsvari kvótagreifa. Telur ófært að breyta kvótakerfinu. Segir ríkisstjórnina raunar ekki meina neitt með atlögunni að því. Fyrning kvóta mundi leiða til málaferla og ógna bankakerfinu. Sé því óframkvæmanleg. Mál Lilju skýrist sumpart af, að hún telur sjálfa sig vera af efri miðstétt og er að auki dóttir kvóta-“eiganda”.