Málfundafélög pottanna

Punktar

Heitu pottarnir í sundlaugum hafa lengi verið félagsmiðstöðvar málfundaklúbba. Á vissum tímum má ganga að tilteknum hópum. Sumir eru pólitískir, aðrir um íþróttir eða hitt og þetta. Gott væri, að fjölmiðill tæki að sér að kortleggja þessar félagsmiðstöðvar, hvenær hvaða hópar hittast og hvert sé helzta umræðuefnið. Þannig getur áhugafólk hitt annað fólk á svipuðu sviði eða búið til mætingaplan um sundlaugaferðir. Þetta er eins og kaffihúsin í miðausturlöndum, gömul aðferð til samskipta, undanfari fésbókar og í samkeppni við hana. Þarna fréttir þú fyrir löngu, að Viðreisn mundi telja heppilegast að fara í samstarf með Samfylkingunni.