Malar án afláts

Punktar

Áróðursmylla Flokksins malar hægt en án afláts. Fjöldi leggur trúnað á allt ruglið. Trúir, að skattar sínir hafi verið hækkaðir. Trúir, að fólk sé flest atvinnulaust. Trúir, að hrun krónunnar í hruninu sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Trúir, að ríkisstjórnin hefði átt að geta hækkað gengið. Trúir, að stéttaskipting hafi haldið innreið sína. Trúir, að hér skorti fjárfestingu. Jafnvel Egill Helgason bítur á agnið. Hins vegar er rétt, að endurreisn bankastofnana hefur klúðrast og vextir virðast stjórnlausir. Alvarlegast er, að ríkisstjórnin hefur enga burði til að fyrna kvóta útgerðargreifanna.