Magnús Guðmundsson varð forstjóri Landmælinga, þegar hæfur forstjóri var rekinn vegna gruns um stuld á GPS-tæki. Hann er frægur fyrir að eyða milljónum króna í þyrluferð með forsætisráðherra til að mæla skaflinn á Öræfajökli, sem stækkar og minnkar. Til að setja raðir ferilpunkta inn á kort notar hann danskt forrit, sem bara getur sett inn slíkar raðir, en ekki náð þeim út aftur. Forritið er eins konar svarthol, sem gleypir gögn, en skilar þeim ekki. Nú hefur fyrirtæki úti í bæ boðizt til að leysa Landmælingar Íslands af hólmi fyrir hálfvirði og losa okkur við Magnús.