Magnafsláttur yfirstéttar

Punktar

Kona var um daginn dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela örlitlu af mat og bókum. Hallgrímur Helgason rithöfundur reiknaði út, að samkvæmt þessum refsiskala hefði Baldur Guðlaugsson átt að fá 7196 ára fangelsi. Þannig sér Hæstiréttur um sína. Þótt yfirstéttin sé ekki algerlega refsilaus, gilda um hana önnur lögmál en um undirstéttir þjóðfélagsins. Svo verður fróðlegt að sjá, hvort erkienglar hrunsins fá milljón ára fangelsi í fyllingu tímans. Ætli Hæstiréttur slái þá ekki enn frekar af skalanum. Kannski er það svo, að Hæstiréttur beiti magnafslætti, er hann höndlar ofurglæpi yfirstéttarinnar.