Má satt kyrrt liggja?

Fjölmiðlun

Á fésbók er góð regla að segja ekkert, sem ekki er hægt að segja á kaffihúsi eða í fermingarboði. Hins vegar þýðir það ekki, að einkum skuli satt kyrrt liggja. Ég get sagt, að Jón sé vitleysingur, en ég verð að rökstyðja málið. Annars væri það bara upphrópun út í loftið, lýsing á reiði minni. En flytji ég rök að vitleysu Jóns, fylgi ég bara þeirri reglu, að eigi megi satt kyrrt liggja. Því miður hneigjast margir Íslendingar að óhóflegri kurteisi. Þótt þeir búi í samfélagi, sem kallar iðulega á sterk orð. Einfaldlega af því, að margt fer hér úrskeiðis. Til dæmis haga kjósendur sér eins og fáráðlingar.