Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar vildu Bandaríkjamenn skyggnast inn í sál stuðningsmanna Hitlers. Tugir vísindamanna tóku ótal viðtöl við Þjóðverja og Bandaríkjamenn árum saman. Þekktastir þeirra voru Adorno og Horkheimer og þekktasta bókin um niðurstöðurnar er The Authoritarian Personality. Þeir fundu sérstaka manngerð hræðslugjarnra valdshyggjumanna, sem dýrka valdið, leiðtogann. Hugsa ekki um pólitík, telja það hlutverk leiðtogans. Er illa við alla minni máttar, ungt fólk, fátæklinga, aðgerðasinna. Eru trúræknir og þjóðræknir. Mér sýnist bókin vera nákvæm lýsing á kjósanda Flokksins.
