Lygin eitrar pólitíkina

Punktar

Í auknum mæli halla íslenzkir pólitíkusar sér að lyginni sem meginþætti í framgöngu sinni. Fremstir fara þar Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ólafur Ragnar segir sig hafa sagt allt annað fyrir mánuði en myndskeið sýna, að hann sagði. Sigmundur Davíð laug upp heilli stefnuskrá, sem hann hefur ekkert reynt að efna. Þessir tveir hafa uppgötvað, að lygar skipta marga kjósendur engu máli. Að sumir telja þær eðlilega ör í vopnabúri pólitíkusa. Þegar slíkum gengur vel að ljúga, fylgja aðrir pólitíkusar hratt í kjölfarið. Þannig eitrast íslenzk pólitísk hratt, verður vettvangur bófa.