Lygin einkennir bönker-ista

Punktar

Fyrrum forstjóri FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, var á sínum tíma frægur fyrir að rústa Gambino-fjölskyldunni, sem stjórnaði mafíunni í New York. Donald Trump rak hann út embætti í fyrra. Comey hefur nú skrifað bókina, A Hig­her Loyal­ty, sem lýsir bilun Trumps. Sá er haldinn af bunker-sýki, sem lýsir sér í fleiri pólitíkusum, eins og Hitler og Erdoğan. Slíkir stilla heiminum upp í með-og-móti hópa, sjá alla sitja á svikráðum við sig, reka menn á tvist og bast, safna um sig jábræðrum, sem magna heimssýn foringjans. Ljúga í sífellu, krefjast óbilandi hollustu við sig, gegn siðferði og sannleika. Trump er alger hælismatur.