Lygamælir dugar ekki

Punktar

Glöggur maður gaukaði að mér hugmynd í dag um, að fréttastofur festi lygamæli á pólitíkusa í viðtali. Vísir lygamælisins væri sýndur í einu horni á skjánum meðan þeir ryðja úr sér firrum og fölsunum. Ég efast um, að lygamælir dugi, þegar einbeittir siðblindingjar eru á skjánum. Vísir mælisins mundi ekki bifast hið minnsta, þótt Sigmundur Davíð segði álit sitt á öllum atriðum mótmælanna. Hann hefur fyrir löngu ákveðið að lifa í sínum eigin sýndarveruleika. Býr í gluggalausum helli umvafinn hrifningu meðreiðar-örvita. Hví skyldi hrokafulla drottningin í Undralandi viðurkenna veruleika þúsunda góðborgara á Austurvelli?