Lyfsala brást

Punktar

Einkarekin lyfsala hefur brugðist þjóðinni. Tvö fyrirtæki hafa einokun á lyfsölu í landinu. Hjá þeim fást ekki mikilvæg samheitalyf, sem eru mun ódýrari en sérlyf og gera sama gagn. Landlæknir hefur gefið í skyn, að farsælast verði að endurvekja Lyfjasölu ríkisins til að koma lyfjaverði í landinu niður í það, sem er meðal siðaðra nágrannaþjóða. Það er auðvitað saga til næsta bæjar, að einkaframtak sé lakari en ríkisrekstur, en það er þó staðreynd í lyfsölunni. Varnir málsaðila í fjölmiðlum hafa verið léttvægar. Einkarekstur í lyfsölu fær núll í einkunn.