Lyfin finnast ekki

Megrun

Boðefnaskipti í heilanum virka ekki eðlilega í fíklum. Boðefnin eiga að segja okkur, hvenær sé komið nóg. En gera það ekki hjá sumum og þeir eru kallaðir fíklar. Matarfíklar halda áfram að borða, þótt þeir séu búnir að fá meira en nóg. Þeir fá sér aftur á diskinn og þeir fá sér mat milli mála. Smám saman blása þeir út eins og blöðrur. Það getur ekki talizt heilbrigt. Vísindamenn hafa reynt að búa til lyf, sem leiðrétta þessi boðefnaskipti, en það hefur ekki tekizt. Fíklarnir halda áfram að þyngjast of mikið og þeim fjölgar ört sem þyngjast of mikið. Kannski finnast slík lyf, kannski ekki.