Lyf sem segir stopp

Punktar

Rob Stein segir í Washington Post frá grein í nýju tölublaði af New England Journal of Medicine, þar sem segir, að framleitt hafi verið hormónalyf, sem segi fólki, hvenær magi þeirra hafi fengið nóg. Þetta hormón virðist vera af skornum skammti í fólki, sem étur yfir sig og fitnar úr hófi fram. Þetta vekur vonir um, að gefa megi slíku fólki hormónalyf, sem hefur þau áhrif, að því finnist það ekki þurfa að borða meira, þegar maginn hefur fengið hæfilega mikinn mat. Hormón þetta kallast Peptide YY 3-36. Tilraunir benda til, að þeir, sem taka hormónalyfið, borði 30% minna en áður. Lyfjarisar hafa hins vegar lítinn áhuga, af því að lyfið er náttúrulegt líkamsefni, sem ekki er hægt að fjötra í viðjar einkaleyfis.