Lýðræðistýran dofnar

Punktar

Flest bendir til, að sem heild vanti Íslendinga reisn til að endurreisa lýðræði í rústum auðræðis. Bakslagið hófst, þegar hálf þjóðin kaus bófaflokka 2013 til að stjórna landinu. Enn hafa bófaflokkarnir þriðjungs fylgi, þótt gegnrotið innihaldið megi öllum ljóst vera. Útifundir á Austurvelli fjara smám saman út. Klappstýra útrásarinnar og varðhundur auðgreifa verður endurkjörinn forseti. Í haust hefja bófarnir brunaútsölu á eigum þjóðarinnar. Enn er árlega stolið tugum milljarða undan skiptum í þjóðarbúinu. Í næstu alþingiskosningum fórna auðgreifar milljarði til að hindra endurreisn lýðræðis úr rústum auðræðis.