Guardian segir, að ekkert forrit í heimi sé eins óvinsælt og Lotus Notes. Sérstakar heimasíður fjalla um, hversu ómögulegt það sé. Þetta kemur mér ekki á óvart, hef oft þurft að nota það og alltaf verið jafn hissa á, að það er beinlínis fjandsamlegt. Að grunni til er það samstarfsforrit, sem bætt er ofan á tölvupósti og ýmsu fleiru til að gera það að heildarforriti. Eins og oft vill verða um slík forrit, sem gera allt, gerir það alla hluti illa. Merkilegast við forritið er þó, að það skuli hafa lifað í áratug við þessar mótdrægu aðstæður.
