Löngu fyrir landnám

Punktar

Í náttúruvísindum koma nýjar aðferðir við að efla þekkingu á grunni eldri kenninga. Annað en trúarbrögðin með tilgátur, sem ógerlegt er að sannreyna. Við fornleifafræði bætist nú aðferð við að greina viðarkolakorn í jarðvegi. Kornin falla úr reyk og sóti frá byggð. Þessu er bætt við eldri þekkingu, þar sem greind eru öskulög, svo sem landnámslagið. Viðarkolakorn hafa verið greind í örfáum sniðum. Sýna, að byggð var í Reykjavík árið 720, löngu fyrir landnám. Þannig þarf að greina sýni víða um land og finna, hvort byggð var víða fyrir landnám. Frumkvöðull málsins er Páll Theódórsson eðlisfræðingur.