Lömuð önd

Punktar

Bandarískt orðalag yfir stöðu Bandaríkjaforseta eftir kosningarnar er, að hann sé lömuð önd. Demókratar hafa náð fulltrúadeildinni og munu ná tökum á þáttum stjórnsýslunnar. Ef þeir ná öldungadeildinni, verður staða þeirra enn sterkari. Bush mun beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum, sem honum líkar ekki. Frumkvæði í stjórnmálum er runnið honum úr greipum, en rennur samt ekki í hendur demókrata. Pattstaða verður í tvö ár í Bandaríkjunum, unz nýr forseti verður kjörinn. Og gleymið ekki þeirri ömurlegu staðreynd, að nærri hálf þjóðin kaus loðfílana.