Lomborg áminntur

Punktar

Siðanefnd vísindaráðs danska ríkisins undir forsæti dómara úr hæstarétti Danmerkur hefur áminnt tölfræðinginn Bjorn Lomborg fyrir frjálslega meðferð staðreynda. Skýrsla siðanefndarinnar segir, að bók hans um gott ástand umhverfismála í heiminum sé kerfisbundið einhliða og nái ekki staðli góðra vinnubragða í vísindum. Lomborg hefur um nokkurra ára skeið verið dýrlingur sumra hægrisinnaðra öfgahópa og samtaka á borð við Fiskifélag Íslands, sem gaf hann út á íslenzku sællar minningar. Í fyrra birti Scientific American langa og harða gagnrýni á bók hans. Frá þessu segir Andrew C. Revkin í New York Times í dag.