Lögin eru bara skrípó

Punktar

Trúði ekki eigin eyrum. Skrípaleikurinn heldur áfram. Ríkissaksóknari telur, að ekki beri að framkvæma nýleg lög um fjárreiður pólitíkusa og flokka. Þar á ofan telur hann, að vanskil á skýrslum þeirra séu fyrnd brot. Niðurstaða samráðs ýmissa embættismanna, svo sem hins valinkunna ríkisendurskoðanda, áðurnefnds ríkissaksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur lagatæknum ríkiskontóra tekizt að eyðileggja lög, sem áttu að leiða til heilbrigðari stjórnmála hér á landi. Samkvæmt lögunum áttu allir að vera búnir að skila tölum fyrir löngu. Hvenær ætlar lagatækniruglið að enda?