Löggan og fólkið

Punktar

Löggan hefur nokkur ár gert lítið úr ofbeldi, því að hún treysti sér ekki til að fást við það. Í staðinn laug hún, að ofbeldi ykist ekki. Það var vond stefna. Þegar enginn trúði, skipti hún um skoðun. Í lok þessa árs fór hún að biðja um betri tæki til að fást við ofbeldi gegn löggum, t.d. tazer byssur. Ekki vegna ofbeldis gegn fólki. Breytingin er líka vond stefna. Aðalatriðið er aukna ofbeldið, hvort sem það snýst gegn fólki eða löggum. Í stað þess að taka á málinu reynir löggan að skálda fréttir. Hún hefur lært, að aðalatriðið sé að reyna að stýra fréttum af málefnum á sviði löggunnar.