Löggan getur ekki gætt öryggis borgaranna. Á hverri helgarnótt verður fólk fyrir barsmíðum vitfirringa, sem ganga lausir. Einn vinur löggunnar er svo sterkur, að hann reif upp vegstólpa til að nota sem barefli. Er kannski hægt að fá einkafyrirtæki til að halda uppi lögum og reglu í miðbænum? Í stað þess að sinna skyldum sínum, eyðir löggan tímanum í eltingaleik við saklausa mótmælendur. Þeir gera auðvitað grín að henni og löggan sturlast. Síðan hvenær mega menn ekki ganga um götur án lögguleyfis? Heldur löggan, að hún hafi löggjafarvaldið? Þarf ekki að skipta út yfirmönnum hennar?
