Loftárás sannleikans

Punktar

Loftárásin á ríkisstjórnina blossaði undir hádegi. Skýrsla Alþjóðastofnunar háskólans birtist um aðild að Evrópusambandinu. Þar koma fram fullyrðingar, sem stinga nánast að öllu leyti í stúf við fullyrðingar andstæðinga aðildar. Stjórnin verður lengi að jafna sig eftir loftárás sannleikans, sem opnaði málstaðinn og umræðuna upp á gátt. Undanþágur hafa nú þegar verið veittar í viðræðum. Aðrar undanþágur eru fáanlegar, ef þær skipta umsóknarríkið miklu máli. Evran fæst á tveimur-þremur árum. Evrópa mun kaupa íslenzkar krónur, er þær falla úr gildi. Krónuvandinn og höftin hverfa eins og dögg fyrir sól.