Lof sé kaupsýslunni

Veitingar

Þótt kaupsýslumenn séu skammaðir, jafnvel taldir siðblindir, hafa þeir einn kost. Þeim er að þakka, að hvarvetna eru frábærir veitingastaðir. Bisness-lönsar hafa ætíð leitt þróun matargerðarlistar. Kaupsýslumenn hjá Michelin leiddu inn frægustu leiðsögubók veitinga. Við sjáum líka af TripAdvisor, að meira er að marka einkunnir í stórborgum viðskipta en í stórborgum túrisma. Einkunnir kaupsýslumanna eru marktækari en þær, sem reynslulitlir ferðamenn gefa. Bjáninn segir í stundarhrifningu „bezti matstaður borgarinnar“. Samt hefur hann bara komið á þrjú af hinum 10608 veitingahúsum í Istanbul.