Ljótir steinkastalar

Punktar

Fáránlegt væri að leyfa Landsbankanum að byggja steinkastala í miðbænum. Enn fáránlegra væri að rífa gamla Sjálfstæðishúsið fyrir hótel við Ingólfstorg. Gamli Landsbankinn við Austurstræti tekur upp tugi lengdarmetra við götuna. Gerir þann kafla eins dauðan og Héraðsdómur aðeins austar við sömu götu. Steindauð skrifstofuhús eiga ekki heima í lifandi miðbæ. Bankinn og dómurinn eiga raunar heima í Ódáðahrauni, fjarri venjulegu fólki. Og nóg er húsrými fyrir ráðgerð hótel í borginni, þótt ekki séu rifin gömul hús í því skyni. Of tregt gengur að drepa hugsjónina um nútíma steinkastala í gömlum miðbæjum.