Ljóta nýfrjálshyggjan

Punktar

Bakvið nýfrjálshyggju er spakmæli Hannesar Hólmsteins: Græðgi er góð. Hafa verið einkunnarorð auðgreifa landsins í 27 ár, frá því Davíð settist í Stjórnarráðið. Á spakmælinu varð til íslenzka hrunið 2008 og aukinn tekjumunur stétta. Eftir sitja launalausir gamlingjar, öryrkjar, sjúklingar og húsnæðislaus ungmenni. Stefnunni er haldið á lofti um heim allan í fjölþjóðasamtökum og hundruðum áróðursstofnana. Á endanum hrynur hún um eigin vonzku. Við sjáum hrunið byrja að gerjast í löndum engilsaxa. Fólk er byrjað að átta sig, kýs hér Pírata, Sanders í Bandaríkjunum og Corbyn í Bretlandi, kannski Macron í Frakklandi. Ljóta nýfrjálshyggjan springur.