Ljós í myrkri

Punktar

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er að undirbúa tillögu um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Hún segir, að verin séu gríðarlega verðmætt svæði. Hún telur hugmyndum um Norðlingaölduveitu hafa verið ýtt út af borðinu. Þannig hefur hún rofið bandalag ráðherra um að styðja með þögninni virkjunaráform Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Sigríður Anna er orðin ljós í myrkri úreltrar stefnu um áliðju, sem byggist á landníði að hætti Kárahnjúka og á brotum á fjölþjóðasamningi um útblástur gróðurhúsalofttegunda.