Litlir sækja fram

Punktar

Nýjar sjónvarpsstöðvar bætast við í viku hverri í Bretlandi. Þetta eru litlar og sérhæfðar stöðvar, fjalla um barnauppeldi, kristni, lögfræði, samkynhneigð, spurningaleiki, bingó, ferðir, teikniseríur, íþróttir, tónlist, fjármál. Áhorfendur eru fáir hjá hverri stöð, en samanlagt klípa þær dálítið af stóru stöðvunum og ná 30% af athyglinni. Stóru stöðvarnar, ITV og BBC 1 hafa hvort um sig 20% áhorf og Channel 4 og BBC 2 hafa hvort um sig tæplega 10%. Litlu stöðvarnar hundrað hafa lítinn kostnað og fá smávegis af sérhæfðum auglýsingum, svo að þær ná nokkurn veginn að halda lífi.