Munið eftir litla landssímamanninum, sem kom upp um svindl í símabransanum. Nú er kominn litli seðlabankamaðurinn. Sá mjatlar út upplýsingum um ólöglegt athæfi banka, fyrirtækja og einstaklinga. Hann vísaði réttvísinni á arabíska sjeikinn, sem fékk að fara í hlutabréfaleik í Kaupþingi. Nú hefur hann gefið í skyn, að tugir fyrirtækja og gæludýra hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu bankanna. Fyrst gaf han það í skyn á fundi í haust, en þá setti hann það fram sem hótun. Nú finnst honum kominn tími til að framkvæma hótunina. Annað hvort til að bjarga sér fyrir horn eða til að taka fleiri með sér í fallinu.
