Litla-Vatnsskarð

Frá Laxárdal um Litla-Vatnsskarð til Sauðárkróks.

Litla-Vatnsskarð er lágt skarð og greiðfært. Engar torfærur eru á allri leiðinni úr Laxárdal til Sauðárkróks. Í skarðinu er eyðibýlið Móbergssel, þar sem skáldið Sveinn í Elivogum var fæddur. Víðidalur er þröngur, langur og gróinn dalur, sem var áður fyrr í byggð.

Byrjum milli eyðibýlanna Refsstaða og Merkur í Laxárdal. Förum norðaustur um Litla-Vatnsskarð og sunnan Móbergsselstjarnar að Víðidal. Þar er fjallaskálinn Þúfnavellir. Förum norður Víðidal að Hryggjafjalli. Síðan til austurs fyrir sunnan Hryggjafjall um Hryggjadal og til norðnorðausturs meðfram Gönguskarðsá að þjóðvegi 744 gegnt Veðramótum í Skagafirði og Sauðárkróks.

18,5 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Skálar:
Þúfnavellir: N65 38.330 W19 49.480.

Nálægar leiðir: Laxárdalur, Gyltuskarð, Vatnaöxl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort