Lítil orð um Bjarna

Punktar

Stundum segja menn of stór orð notuð á fésbók. Því miður er íslenzkur veruleiki svo ljótur, að erfitt er að ýkja. Til dæmis er Bjarni Benediktsson bæði lyginn og ómerkilegur formaður bófaflokks og er þá hvergi ofsagt. Fyrst faldi hann skýrslu um skattaskjólin fram yfir kosningar og stjórnarmyndun. Fiktaði þar að auki við hana og varð tvísaga. Þegar sá hvellur var búinn, kom líka í ljós, að hann hafði á sama hátt og jafnlengi falið skýrslu um leiðréttingu húsnæðislána. Hún sýndi, að almenningur borgaði leiðréttingu fyrir ríka. Þannig smeygði hann sér fyrst inn á þing og síðan í embætti forsætisráðherra. Bjarni Ben er því hreinn óþverri.