Linux 40% ódýrari

Punktar

IBM fullyrðir, að Linux tölvukerfi séu 40% ódýrari í rekstri en Windows tölvukerfi. Byggist það á rannsókn, sem Robert Frances Group hefur framkvæmt. Talað var við tölvustjóra 20 fyrirtækja, sem öll höfðu yfir 250 starfsmenn. Þessi mikli munur kom málsaðilum mjög á óvart og mun áreiðanlega hvetja marga til að skipta úr Windows yfir í Linux. Talið er, að þessar upplýsingar muni líka leiða til lækkunar á kostnaði við Windows tölvukerfi til þess að viðhalda stöðu Microsoft á markaði. Hingað til hefur Microsoft getað haldið uppi verði, en Linux er opið kerfi, sem að grunni er ókeypis.