Linnulaus samúð

Punktar

Fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að stórlækka auðlindarentu á kvóta og afnema auðlegðarskatt. Hún hafði ekki lofað því, heldur mörgu öðru, sem hún kom aldrei í verk. Nú hefur hún framkvæmt eitt sinna síðustu verka. Notar ríkissjóð til að borga hluta af kostnaði útgerðarinnar vegna fæðispeninga sjómanna. Notar ríkissjóð til að létta árlega hálfum milljarði kostnaðar af greifum. Þeir eru þó að öðru leyti á framfæri ríkissjóðs vegna einkaréttar á veiðum. Þessi furðulega stefna heitir pilsfaldakapítalismi og kemur niður á velferð almennings. Samúð og meðvirkni ríkisstjórnar bófaflokka snýst um gjafir til ríkisrekinna auðgreifa.