Lilja skilar ekki aurnum

Punktar

Ætlar Lilja Mósesdóttir að skila gjaldeyrinum, sem Seðlabankinn fékk lánaðan á Norðurlöndunum? Hún segist vilja, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fari burt og slitið verði samstarfi við hann fyrir 1. desember. Segir 700 milljarða gjaldeyrisforða nægja. Hann varð að hálfu leyti til í samstarfi sjóðsins og Norðurlandanna. Getur Lilja hirt aurinn og síðan sagt lánveitendum að fara til fjandans? Það getur hún auðvitað ekki, hún verður þá að skila aurnum. Siðað fólk hirðir ekki aur og segir bless. Kannski er þetta gott mál. Betra
væri þó að upplýsa, hvernig við getum siðferðilega hangið á ódýra lánsfénu.