Líkið í lestinni

Punktar

Ráðherra fýkur af ýmsum ástæðum. Stundum hefur hann brotið lög eða brotið siðareglur, skráðar eða óskráðar. En hin raunverulega ástæða er oft önnur. Forsætis finnst atburðarás óþægileg og ákveður, að fórna manni til friðar. Kóngum var stundum slátrað í fyrndinni, þegar illa áraði. Ráðherra er látinn bera ábyrgð á vanda í ráðuneyti og fólk telur það lausn. Svo sem í Asíu eftir sjóslys. Kannski er ábyrgðin hjá yfirmönnum ráðuneytisins eða aðstoðarmönnum ráðherra. En einfalt er, að ráðherra fjúki. Gefst ítrekað vel í Bretlandi. En hér ríkir aumingjagæzka í garð ráðherra, sem lýgur sig út í horn og skiptir sér af rannsókn á sjálfri sér. Vantraustið fær að grafa um sig. Hanna Birna er lík í lestinni.