Líkaminn verst megrun

Megrun

Vandinn við megrun og matarkúra er margvíslegur. Einn helzti gallinn er, að kúrar ráðast á afleiðingu en ekki orsök. Með því að einblína á ofþyngd og offitu eru tölur á vog gerðar að æðsta dómara. En líkaminn vill ekki megrun, hefur þróazt á öldum matarskorts. Þegar þrengir að, dregur líkaminn úr orkunotkun, notar færri kaloríur yfir daginn. Fljótlega verður því erfiðara og erfiðara að ná þeim árangri, sem virtist svo efnilegur fyrstu dagana í matarkúr og megrun. Leiðin til bata við ofáti og offitu liggur á öðrum vettvangi, sem er óháður vog og vigt. Leiðin til bata liggur í gerbreyttum lífsstíl okkar.