Enn er reynt að ræna lífeyrissjóði landsmanna. Samtök atvinnulífsins reyna að ginna þá til að fjármagna vonlaus fyrirtæki eða mynda tugmilljarða gustukasjóð. Það sýnir, hversu hættulegt er að hafa fulltrúa atvinnulífs í stjórnum sjóðanna. Einnig ríkið reynir að ginna sjóðina. Vill láta þá taka þátt í herkostnaði við verndun vonlausrar krónu. Hagsmunaaðilar eru svona aðgangsharðir við sjóðina, því að þeir vita, að stjórar og stjórnir þeirra stíga ekki í vitið. Umboðsmenn lífeyrisþega elska ókeypis ferðir og veiðar, hafa ítrekað látið hafa sig að fífli. Hætta er á, að það gerist enn.
