Lífeyrissjóðir eru illkynja

Punktar

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir eitt mesta samfélagsmein aldarinnar. Þar koma saman atvinnu- og verkalýðsrekendur. Finna ný brögð til að auka tekjur sínar. Samsærið endaði með, að fæstir lífeyrisþegar fá neitt úr sjóðunum. Tapa lífeyrinum krónu á móti krónu í eftirlaunum Tryggingastofnunar. Nú er búið að víkka samsærið yfir í Salek, sem ákveður, hverjar kjarabætur verða. Verða 1-2% hverju sinni, þótt ljóst sé, að með hækkun í hafi er tugum milljarða haldið árlega utan hagtalna. Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fær þrjár milljónir á mánuði fyrir að rýra útborgaðan lífeyri. Afskaffa ber þetta fáránlega kerfi eftir kosningar.