Lifa með sverðinu

Punktar

Sönnunargögn hlaðast upp um glæpi ísraelska hersins í stríði hans gegn Gaza í upphafi ársins. Gögnin eru birt í Guardian í dag. Þau fela meðal annars í sér vísvitandi barnamorð. Ég treysti mér ekki til að endurbirta þau ósköp. Minni hins vegar á, að ég hef áður haldið fram, að glæparíki móti fórnardýr sín. Glæpir Ísraels gegn Palestínumönnum síðustu áratugi minna í vaxandi máli á glæpi þýzku SS-sveitanna í Austur-Evrópu. Ísrael hefur smám saman líkzt meira og meira fyrrverandi kvölurum Gyðinga. Ísrael valdi sér dauðans leið SS-sveita. Þeir, sem kjósa að lifa með sverðinu, falla fyrir sverðinu.