Óskar Bergsson laug þindarlaust að blaðamönnum um, að hann vissi ekkert um þreifingarnar. Alveg þangað til búið var að mynda meirihluta í borginni, fjórða meirihlutann á nýju kjörtímabili. Óskar verður spillingarfulltrúi verktaka í borgarskipulaginu. Það hentar honum vel. Geir Haarde sagði líka rangt frá gangi mála. Og Hanna Birna Kristjánsdóttur lét alls ekki ná í sig dægrum saman. Ferleg byrjun á ferli nýs borgarstjóra. Þetta er meirihluti með tæpt 29% fylgi. Með oddvita, sem geta ekki horfzt í augu við kjósendur og fara rangt með staðreyndir. Eru öll með alls kyns fullyrðingar á bakinu.