Leynistuðningur við kvótagreifa

Punktar

Óttast, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir muni svíkja í kvótamálinu. Jóhanna Sigurðardóttir talar að vísu eindregið, en andstæðingar hennar reyna að grafa undan henni. Jafnvel Ögmundur Jónasson ráðherra gerir það, svo og Lilja Mósesdóttir. Fyrir bragðið fá umboðsmenn kvótagreifa á borð við Björn Val Gíslason aukin færi. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er líka óvinur þjóðarinnar. Ráðuneyti hans og Björn Valur eru nú að kokka lagafrumvarp um svokallaða sáttaleið. Felur í sér óþolandi niðurstöðu, næstum óbreytt ástand. Ég gruna Steingrím J. Sigfússon um leynistuðning við kvótagreifa.